miðvikudagur, 9. maí 2012

New York

Að kvöldi laugardagsins 5. maí lentum við að lokum á síðasta áfangastað heimsreisunnar okkar, New York City. Við áttuðum okkar snemma á því að borgin er rauninni fyrsti og eini áfangastaður ferðarinnar sem Íslendingar hafa  í miklum mæli heimsótt og því finnst okkur algjörlega óþarfi að útskýra eða segja mikið frá því sem við gerðum. Þetta er þó svona stuttlega það sem dreif á daga okkar.

Þar sem við höfðum í rauninni bara tvo heila dag í New York ákváðum við að fara ekkert út fyrir Manhattan og skipta síðan bara eyjunni í tvennt. Á sunnudaginn heimsóttum við Lower Manhattan. Byrjuðum á smá siglingu um hafnarsvæðið; aðallega vegna þess að okkur langaði að sjá Frelsisstyttuna en siglingin gaf okkur New York Skyline í kaupbæti.




World Trade Center á uppleið.

Þessa frú þarf ekki að kynna fyrir neinum.



Brooklyn Bridge með Manhattan í bakgrunni.

Eftir hádegi röltum við svo eitthvað um og kíktum að lokum á 9/11 minnisvarðann sem opnaður var í fyrra, þegar 10 ár voru liðin frá hyrðjuverkunum. Okkur þótti verkið töluvert áhrifaríkara heldur en við bjuggumst við og upplifunin öll mjög áhugaverð. Flott líka að sjá fyrirætlanir borgarinnar fyrir endurreisn World Trade Center, eins og t.d. Freedom Tower sem er langt kominn.


Bandarísk þjóðerniskennd í hámarki.

Arnar með einhverjum merkiskörlum úr bandarískri sögu.


Minnisvarðinn sjálfur.

Freedom Tower.

Menn minnast voðaverkanna á misjafnan hátt.

Það sem eftir lifði dagsins röltum við svo um Lower Manhattan og enduðum á Brooklyn Bridge og fengum þar frábært útsýni yfir borgina við sólsetur (þó sólsetrið sjálft hafi ekki verið upp á marga fiska).


Ljótasti skýjakljúfur Manhattan að okkar mati -
nenntum ekki að finna út nafnið á honum.


Á Brooklyn Bridge.





Kvöldmat átum við svo í Little Italy og nutum vel. Okkur vantar eiginlega eitt svona hverfi í Reykjavíkina – einstaklega auðvelt að finna flottan stað að borða á.



Daginn eftir vildi svo heppilega til að Arnar átti afmæli. Sigga tók það að sér að gera daginn ógleymanlegan og tókst stórkostlega vel til. Afmælisbarnið vaknaði við pönnukökuveislu af bestu gerð og svo héldum við af stað á vit ævintýra síðasta heils dags heimsreisunnar okkar.

Viðfangsefni þessa seinni heila dags okkar var Midtown New York. Röltum til að byrja með aðeins um Central Park og enduðum á Fifth Avenue. Kíktum eftir það close-up á Chrysler Building og Arnari var boðið upp á Sushi í hádegismat.


Central Park.



Trump Tower á Fifth Av.

Rockefeller Center.

Chrysler Building.

Boy´s got some skills with the chopsticks.

Þaðan lá leið okkar til Time Square þar sem við gleymdum okkur í brjálæði ljósanna. Bjuggumst ekki við því að þetta væri svona svakalegt og satt best að segja fannst okkur staðurinn bara nokkuð flottur, á sinn sérstaka hátt.


U.S. Armed Forces Recruiting Center á miðju Times Square.




Klassísk mynd; leigubílar á torginu.

Af einhverjum ástæðum vildi Arnar endilega fá mynd af sér með
NYPD löggum.

Borgin í Playoffs stellingum.

Engin heimsókn til New York er fullkomin án þess að kíkja í Empire State Building. Þetta var síðasta túristaverk okkar dags og þótti okkur þetta góð leið til að enda daginn, þrátt fyrir nokkuð þungt veður. Upphaflega áætlunin var að vera þarna uppi við sólsetur og sjá borgina bæði í ljósi og myrkri. Við vorum þó svo „heppin “ að það sem venjulega er víst eins og hálfs tíma röð reyndist í okkar tilfelli aðeins tvær mínútur. Þetta olli því að við vorum komin allt of snemma upp og nenntum ekki að bíða eftir sóletri í kuldanum á toppnum.


Þetta tákn þekkja víst líka flestir.

Horft til suðurs...

...og svo til norðurs.

Chrysler Building upp í vinstra horninu og svo sést bygging
UN þarna líka.




Úr háloftunum héldum við beint á Friday´s, en rifin þar eru í algjöru uppáhaldi hjá Arnari. Þar voru pöntuð Jack Daniel´s Baby Back Ribs að hætti hússins og skálað í Mojito fyrir afmæli og vel heppnaðri heimsreisu. Arnar ekkert smá sáttur með afmælismatinn og daginn allan í heild.



Nammi nammi namm.

Time Square að kvöldi til.

Næsta dag var svo brottför okkar áætluð um kvöldmatarleytið og því ekki mikill tími í aðgerðir okkar síðasta dag í New York. Það vildi svo heppilega til að Metropolitan Museum of Art (the MET) var staðsett ansi nálægt hostelinu okkar og því ákváðum við að leggja leið okkar þangað. Áhugaverð heimsókn en safnið er samt allt of stórt til að 3 tímar nægi til að skoða það. Við kíktum því bara á það helsta og höfðum gaman af.

Sigga og einstaklega sjálfsöruggur allsber maður.

Sýningarskápar sem sýna fjársjóði Inka menningar sem með
öllu réttu ættu að vera í Cusco en hefur í raun verið "rænt" hingað.
Skamm skamm!

Frægt bandarískt málverk: Washington Crossing the Delaware.

Picasso upp á sitt besta.

Á safninu er stór deild sem hýsir brynjur og vopn.

Kíktum aðeins á Egypsku deildina í lokin en
höfðum þá orðið ekki mikinn tíma eftir.

Um þrjúleytið var svo kominn tími á brottför, enda flugið okkar ekki langt undan. Við lentum í smá tímaþröng og efuðumst á tíma um að við myndum ná fluginu. Allt blessaðist þó að lokum og vorum við komin um borð í British Airways flugvél okkar áður en við vissum af.

Sigga ekki sátt við að þurfa að fara heim.

Núna eru bakpokararnir tveir lentir aftur á klakkann í þvílíku blíðskapar veðri. Við erum alveg í skýjunum með ferðina alla en verðum að viðurkenna að það er æðislegt að vera komin heim.

Það er sko alveg á hreinu að þessi fjögurra mánaða heimsreisa er bara upphafið að vonandi mörgum góðum ferðalögum í framtíðinni. Við erum strax farin að hlakka til næstu ferðar, sama hvert hún mun leiða okkur.

Þökkum öllum kærlega fyrir að fylgjast með okkur. Vonum að bloggið hafi staðist væntingar ;) Þangað til við hittum ykkur öll loks í eigin persónu: hafið það sem allra best!